UMSÓKNAR- OG KAUPFERLI BÚSETURÉTTAR Í NÝBYGGINGUM

Sala á 26 búseturéttum við Beimabryggju 42 hefst 20. apríl 2021, kl. 12:00. Umsóknarfrestur rennur út kl. 16:00 mánudaginn 3. maí. Úthlutun fer svo fram 5. maí, kl. 12:00 með rafrænum hætti.

Til að geta sótt um íbúð verður þú að vera félagsmaður en hægt er að skrá sig í Búseta hér GERAST FÉLAGI

Íbúðir í nýbyggingum Búseta eru auglýstar á föstu verði og félagsnúmer ræður röð umsækjenda.

SKREF 1 - Innskráning á „Minn Búseti“:

  • Til að sækja um íbúð, eina eða fleiri, skráir þú þig inn á "minn búseti" með rafrænum skilríkum eða lykilorði.
  • Athugaðu að þú verður að hafa gilt netfang skráð í "Minn Búseti" og vera skuldlaus félagi til að sækja um.
  • Ef þú ert ekki félagsmaður þá getur þú skráð þig með því að smella á gerast félagi og skráð þig á örfáum mínútum.

SKREF 2 – Umsókn fyllt út:

  • Þegar komið er inn á „Minn Búseti“ er hægt að sækja um þær íbúðir sem lausar eru, hægt er að sækja um fleiri en eina íbúð.
  • Þær íbúðir sem þú velur safnast í „körfu“. Mikilvægt er að þú raðir völdum íbúðum í forgangsröð í „körfunni“. Við úrvinnslu umsókna er notast við þessa röðun og ef þú færð íbúð er eytt út úr umsóknarferlinu þeim íbúðum sem eru neðar í röðinni hjá þér.
  • ATH umsóknarfrestur rennur út kl. 16 mánudaginn 3. maí 2021.

SKREF 3 – Úthlutun:

  • Úthlutunarlisti (listi yfir röð umsækjenda) verður birtur á www.buseti.is kl. 12:00 á úthlutunardegi, 5. maí.
  • Ef þú hefur í hyggju að taka lán hjá Landsbankanum þarft þú að tilkynna það daginn eftir úthlutun á netfangið buseti@buseti.is.

SKREF 4 – Bráðabirgðasamningur og greiðsla búseturéttar:

  • Ganga þarf frá bráðabirgðasamningi vegna kaupa á búseturétti innan 10 virkra daga frá úthlutun og greiða kr. 375.000 inn á búseturéttinn og kostnað vegna kaupanna kr. 140.000.
  • Hægt er að greiða búseturéttinn að fullu við undirritun eða dreifa 70% af verðinu jafnt á byggingartímann með mánaðarlegum greiðslum og greiða 30% 14 dögum fyrir afhendingu. Búseti sýnir ákveðinn sveigjanleika varðandi greiðslutilhögun. Greiðsluáætlun er hluti af bráðabirgðasamningi.
  • Hægt er að sækja um lán hjá Landsbankanum, viðskiptabanka Búseta fyrir allt að 50% af virði búseturéttarins. Sjá nánar um lánamöguleika hér.
  • Vinsamlegast bókið tíma í síma 556 1000 eða sendið tölvupóst á buseti@buseti.is til að ganga frá samningi.
  • Þegar farið er á milli íbúða gengur almennt megnið af eldri búseturétti upp í þann nýja. Íbúi verður að vera í skilum með búsetugjöldin. Landsbankalán getur færst á milli íbúða. Hvert tilfelli er þó skoðað fyrir sig þegar að samningagerð kemur.
  • Ef hjón eða sambúðarfólk ætlar að vera skráð saman á samninginn þurfa báðir aðilar að vera félagsmenn.

SKREF 5 – Afhending íbúðar:

  • Búsetugjaldið er alltaf greitt fyrirfram og þarf að vera greitt þremur dögum fyrir afhendingu lykla, það verður innheimt með kröfu í heimabanka. Lyklar eru afhentir í nýju íbúðinni.
  • Athugið að réttur til vaxtabóta fylgir búsetaíbúðum með almennum lánum. Tekjur og eignir búseturéttarhafa hafa áhrif á upphæð bótanna, sem og vaxtagjöldin sem greidd eru inni í búsetugjaldinu. Ekki er hægt að fá húsaleigubætur vegna íbúða við Beimabryggju.
  • Skrifstofan sér um að láta þinglýsa búsetusamningunum.
  • Athugið að búsetugjöldin taka mið af áætlun sem mun leiðréttast þegar raungjöld falla til og komið er endanlegt fasteigna- og brunabótamat á eignirnar.